Bleikur dagur á skrifstofu Síldarvinnslunnar. Ljósm. Hákon Ernuson

Bleiki dagurinn er í dag. Á þessum degi eru allir landsmenn hvattir til að hafa bleikt í fyrirrúmi svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning og samstöðu. Allir eru hvattir til að klæðast bleiku, bera Bleiku slaufuna eða skapa með einhverjum hætti bleikt umhverfi.

Á vinnustöðum Síldarvinnslusamstæðunnar (Síldarvinnslan, Bergur, Bergur – Huginn og Vísir) verður boðið upp á „bleikt kaffi“ og eins mun fyrirtækið færa öllum konum, sem starfa hjá því, Bleiku slaufuna að gjöf eins og gert hefur verið í mörg ár. Bleika slaufan, sem fyrirtækið gefur, er hálsmen eða svonefnd Sparislaufa. Bleika slaufan er árlegt fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins og er Bleiki dagurinn hápunktur fjáröflunarátaksins.