Gunnþór IngvasonSíldarvinnslan var með bleikt kaffi fyrir alla starfsmenn sína í Neskaupstað í morgun.  Kaffið var liður í að vekja athygli starfsmanna á átaksverkefni Krabbameins-félagsins, bleika deginum.  Síldarvinnslan hefur verið að vinna að heilsueflingu meðal starfsmanna sinna á undanförnum árum.  Í kaffinu, þar sem bornar voru fram bleikar tertur, var Lilja Ester Ágústsdóttir, hjúkrunarfræðingur, með erindi um mikilvægi krabbameinsskoðana og fór hún jafnframt yfir heilsuboðorð krabbameinsfélagsins.  Um leið og öllum konum fyrirtækisins voru færð hálsmen með bleiku slaufunni, voru þær hvattar til árvekni gagnvart heilbrigði sínu.  Enn fremur munum við hafa hluta húseigna okkar bleikar út mánuðinn.