Börkur NK. Ljósm. Hákon ErnusonBörkur NK. Ljósm. Hákon ErnusonBörkur NK mun koma til Neskaupstaðar síðdegis í dag með 600 tonn af síld sem fékkst fyrir vestan land. Þar með er síldveiðum Síldarvinnsluskipanna lokið í ár. Haft var samband við Hjörvar Hjálmarsson skipstjóra í morgun þegar skipið var statt við Stokksnes. Hjörvar sagði að aflinn hefði fengist í útkanti Látragrunns en frekar lítið hafi sést af síld á þeim slóðum. „Við fengum þessi 600 tonn í þremur holum en einungis var unnt að vera að veiðum í sólarhring því þá skall á óveðrið margumrædda. Vegna veðursins var ákveðið að hætta veiðum og sigla heim með aflann til vinnslu. Þar með er síldveiðum hjá okkur lokið í ár og ekki er ósennilegt að kolmunni verði næst á dagskrá,“ sagði Hjörvar.