Börkur NK kominn með einkennislit Síldarvinnslunnar.  Ljósm. Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir

Börkur NK hefur verið í slipp á Akureyri að undanförnu þar sem sinnt hefur verið venjubundnu viðhaldi á skipinu.  Skipið hefur meðal annars verið málað hátt og lágt og nú hefur það loksins fengið hinn bláa einkennislit Síldarvinnslunnar.  Börkur var keyptur frá Noregi í febrúar 2012 og var þá svartur eða svarblár á litinn og hefur hann haldið þeim lit til þessa.  Ekki hefur gefist tími til að mála hann fyrr en nú þar sem hann hélt beint til veiða þegar hann kom.