Börkur NK hélt til síldveiða vestur fyrir land í gær og er þar um að ræða síðustu veiðiferð vertíðarinnar á Íslandssíldinni hjá skipum Síldarvinnslunnar. Ráðgert var að Börkur héldi til kolmunnaveiða en ákveðið var að fresta því þar sem litlar kolmunnafréttir höfðu borist úr færeysku lögsögunni. Nokkur kolmunni veiddist við Færeyjar í nóvember og desember í fyrra og er því grannt fylgst með fréttum þaðan nú. Beitir NK liggur í Norðfjarðarhöfn og er verið að undirbúa hann til kolmunnaveiða.