BÖ

Börkur NK í nýju Síldarvinnslulitunum. Ljósm: Hákon Ernuson

                Börkur NK sigldi inn Norðfjörð í dag nýmálaður og fínn. Síldarvinnslan festi kaup á skipinu frá Noregi árið 2014 og þá var skipið rautt að lit og það hefur verið rautt þar til nú. Að undanförnu hefur Börkur verið í slipp á Akureyri og þar hefur verið sinnt ýmsum verkefnum um borð ásamt því að skipið hefur verið málað hátt og lágt.

                Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni er Síldarvinnslan að skipta um einkennislit á skipum sínum. Nýi liturinn er dökkblár og ekki ósvipaður þeim lit sem var á fyrstu skipunum sem voru í eigu fyrirtækisins.