Börkur NK að síldveiðum á Hofsstaðavogi á Breiðafirði.  Ljósm. Kristján Mar UnnarssonBörkur NK kom til Neskaupstaðar í morgun úr sinni fyrstu veiðiferð í Breiðafjörðinn á þessari vertíð. Aflinn var 1000 tonn af íslenskri sumargotssíld og hófst löndun um hádegisbil þegar lokið var við að vinna aflann úr Beiti NK en hann kom úr sinni fyrstu veiðiferð í Breiðafjörðinn  sl. laugardag. Haft var samband við Sigurberg Hauksson skipstjóra á Berki þegar skipið sigldi inn Norðfjörð og spurt tíðinda af veiðiferðinni. „Við fengum aflann í þremur köstum á laugardaginn og vorum að veiðum á Hofsstaðavogi. Góður afli fékkst í síðasta kastinu og dældum við 200 tonnum úr því í Kap VE. Veiðum lauk um sjöleytið á laugardagskvöld. Síldin sem fékkst þarna er ágætlega stór og falleg og ætti að henta vel til vinnslu. Hins vegar sést ekki enn mikið af síld en hafa ber í huga að í fyrra varð ekki vart við mikla síld þarna fyrr en um mánaðamótin október-nóvember“.