Börkur NK landar síld í Neskaupstað. Ljósm. Kristinn Agnar EiríkssonBörkur NK landar síld í Neskaupstað. Ljósm. Kristinn Agnar EiríkssonBörkur NK kom til Neskaupstaðar um klukkan fjögur í nótt með um 1430 tonn af síld að vestan. Þessi afli fékkst á réttum sólarhring á Wilson‘s Corner sem er suðvesturhorn Látragrunns. Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri var ánægður með vel heppnaða veiðiferð. „Aflinn fékkst í fimm holum og þetta er betri afli en fengist hefur hingað til á þessari vertíð. Þá er síldin einnig í stærra lagi, þannig að þetta er eins gott og það getur verið,“ sagði Hjörvar.
 
Gert er ráð fyrir að Börkur haldi í síðasta síldartúr vertíðarinnar að löndun lokinni.