Börkur NK kemur til löndunar. Ljósm. Hákon Ernuson.Börkur NK kemur til löndunar. Ljósm. Hákon Ernuson.Börkur NK hélt til síldveiða eftir nokkurt hlé sl. þriðjudag. Veiðar gengu vel og kom hann til löndunar í Neskaupstað með 950 tonn sl. fimmtudag. Að löndun lokinni var haldið á miðin á ný og kom skipið með 1050 tonn í gærkvöldi. Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri segir að auðvelt hafi verið að fá þennan afla. „Í fyrri túrnum fengum við síldina í Norðfjarðardýpi í fjórum holum en í seinni túrnum var togað við Glettinganesflak og norður í Héraðsflóa. Í seinni túrnum voru einnig tekin fjögur hol. Þetta er algjör súpersíld sem hlýtur að henta vel í alla vinnslu,“ sagði Hjörvar.