Börkur NK. Ljósm. Hákon ErnusonBörkur NK. Ljósm. Hákon ErnusonBörkur NK kom til hafnar í Neskaupstað sl. föstudagskvöld með tæp 2.200 tonn af kolmunna. Aflinn fékkst í sjö holum austan við Færeyjar. Hálfdan Hálfdanarson skipstjóri sagði að aflinn hafi verið þokkalegur allan túrinn, eða um 400 tonn á sólarhring að meðaltali. „Þetta er feitur fiskur og hinn fínasti matur fyrir fiskimjölsverksmiðjuna,“ sagði Hálfdan.