Börkur NK kemur væntanlega til Norðfjarðar í kvöld með um 1.200 tonn af loðnu sem fer til fyrstingar í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.
Beitir NK er að síldveiðum í Breiðafirði en hann er í sinni síðustu veiðiferð fyrir jól.
Barði NK er að veiðum og landar væntanlega á Norðfirði þriðjudaginn 21. desember.
Bjartur NK er á Norðfirði þar sem unnið er við aðalvél skipsins.
Öll skip Síldarvinnslunnar hf. verða í landi yfir jól og áramót.