Börkur NK landar í dag á Norðfirði um 1.300 tonnum af loðnu sem skipið fékk á loðnumiðunum vestan við Vestmannaeyjar.  Loðnan sem er stór og falleg fer væntanlega öll til vinnslu í Fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf.

Bjartur NK hélt til veiða kl. 22:00 í gærkvöldi.
Barði NK er að veiðum.