Bjartur NK landaði í Neskaupstað á sunnudag 68 tonnum, uppistaða aflans var þorskur. Bjartur NK hélt aftur til veiða í gær mánudag og er væntanlegur til löndunar næsta sunnudag. Barði NK er að veiðum og er væntanlegur til löndunar mánudaginn 8. október.  Börkur NK er við síldveiðar við Noreg og landar um 170 tonnum til vinnslu í Svolvær á morgun.