Börkur NK leitar nú kolmunna syðst í færeysku lögsögunni ásamt skipum frá Íslandi, Færeyjum og Rússlandi.
Bjartur NK landaði á Norðfirði á þriðjudag um 90 tonnum og var uppistaða aflans ufsi og þorskur.  Bjartur NK hélt aftur til veiða í gærkvöldi.
Barði NK er að veiðum og landar væntanlega á Norðfirði í næstu viku.