Hinn nýji Beitir NK heldur til veiða í fyrsta sinn sl. laugardag. Ljósm. Kristinn Agnar EiríkssonHinn nýji Beitir NK heldur til veiða í fyrsta sinn sl. laugardag. Ljósm. Kristinn Agnar EiríkssonBörkur NK hélt til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni 4. janúar. Ótíð hefur verið á miðunum og síðan hann fór hafa verið 4-5 bræludagar og þá ekki verið unnt að stunda veiðar. Heimasíðan sló á þráðinn til Hálfdanar Hálfdanarsonar skipstjóra og innt hann frétta. „Við erum búnir að fá 700 tonn í þremur stuttum holum en á laugardag skall á bölvuð bræla þannig að við leituðum vars. Við byrjuðum á að fara til Fuglafjarðar þar sem gert var við trollið en síðan var legið í Klakksvík þar sem ekki var bryggjupláss í Fuglafirði. Síðan var haldið á miðin á ný í gærkvöldi og nú er verið að leita þannig að veiðar eru ekki hafnar á ný. Það er ekki hægt að segja að tíðarfarið sé skemmtilegt hér um þessar mundir en svona er þetta bara á þessum árstíma,“ sagði Hálfdan.
 
Hinn nýi Beitir NK hélt til veiða í fyrsta sinn sl. laugardag en hjá honum eru kolmunnaveiðar einnig á dagskrá. Hann byrjaði á að fara til Fuglafjarðar að sækja troll en síðan fór hann í var við Suðurey. Beitir hélt einnig á miðin að lokinni brælu í gærkvöldi.
 
Að sögn Hálfdanar eru 7-8 íslensk skip að kolmunnaveiðum við Færeyjar þessa dagana.