Börkur og Beitir komu til hafnar í Neskaupstað í gær og eru hættir loðnuveiðum á þessari vertíð. Birtingur mun hins vegar halda áfram að leita loðnu eitthvað lengur en skip Síldarvinnslunnar eiga eftir að veiða um 3700 tonn af kvóta fyrirtækisins. Um helgina var víða leitað að loðnu, m.a. á Eyjafirði, en án árangurs.
Gert er ráð fyrir að Börkur og Beitir haldi til kolmunnaveiða síðar í vikunni.