Uppsjávarveiðiskipin Börkur NK og Beitir NK eru að hefja veiðar á síld og makríl. Börkur mun halda til veiða á morgun og mun sennilega byrja á að leita á Rauða torginu og á Þórsbanka en skipin sem þegar hafa hafið veiðar eru sunnar, einna helst á Papagrunni og Stokksnesgrunni. Beitir NK hefur verið í slipp á Akureyri að undanförnu en mun koma til Neskaupstaðar um helgina og gæti haldið til veiða snemma í næstu viku.
Í fyrra hófust þessar veiðar um það bil tveimur vikum fyrr hjá skipum Síldarvinnslunnar en ljóst er að síldin og makríllinn eru seinna á ferðinni í ár.