Hjörtur Gíslason þýðandi bókarinnar og Óli Samró höfundur bókarinnar. Mynd: Kvótinn.is
Bókin Fiskveiðar – fjölbreyttar áskoranir fjallar um fiskveiðistjórnun víða um heim. Sumir halda að íslenska kvótakerfið við fiskveiðistjórnun sé það besta í heimi, aðrir vilja breyta kerfinu og hefja uppboð á aflaheimildum. Bókin er eftir færeyska sjávarútvegsráðgjafann Óla Samró og hefur Hjörtur Gíslason, blaðamaður, þýtt hana úr færeysku. Höfundur mun koma til Neskaupstaðar á föstudaginn og kynna bókina á hótel Hildibrand kl 09:00 og er aðgangur ókeypis.Bókin Fiskveiðar – fjölbreyttar áskoranir fjallar um fiskveiðistjórnun víða um heim. Sumir halda að íslenska kvótakerfið við fiskveiðistjórnun sé það besta í heimi, aðrir vilja breyta kerfinu og hefja uppboð á aflaheimildum. Bókin er eftir færeyska sjávarútvegsráðgjafann Óla Samró og hefur Hjörtur Gíslason, blaðamaður, þýtt hana úr færeysku. Höfundur mun koma til Neskaupstaðar á föstudaginn og kynna bókina á hótel Hildibrand kl 09:00 og er aðgangur ókeypis.
Á íslensku er titill bókarinnar Fiskveiðar: fjölbreyttar áskoranir, og fjallar Óli þar meðal annars um þær ólíku leiðir sem farnar eru við stjórnun fiskveiða víða um heim. „Hann fer m.a. stuttlega yfir sögu fiskveiðistjórnunar með viðkomu í löndum á borð við Noreg og Færeyjar sem búa að gömlum lögum um fiskveiðar, útþenslu fiskveiðilögsögu og landhelgi þjóða, og setningu kvótakerfisins 1984 á Íslandi, og fljótlega þar á eftir á Nýja-Sjálandi. Óli kortleggur síðan allar þær leiðir sem notaðar eru til að stýra fiskveiðum. Fjallar bókin um nær allar helstu fiskveiðiþjóðir heims, nema að Kína og Rússland eru undanskilin því erfitt er að fá frá þeim áreiðanlegar upplýsingar um fyrirkomulag fiskveiða,“ segir Hjörtur Gíslason þýðandi bókarinnar á íslensku.
Óli hefur mikla alþjóðlega reynslu á þessu sviði og hefur víða farið, þekkir m.a. vel íslenskar aðstæður og umræður hér og ræðir þær í bók sinni.
Síldarvinnslan hvetur alla þá sem áhuga hafa á fiskveiðistjórnun að sækja þessa áhugaverðu kynningu á bókinni Fiskveiðar – fjölbreyttar áskoranir.