Tegund: Nóta- og togveiðiskip
Smíðaður: Tyrkland, 2012
Brúttórúmlestir: 2500 t
Brúttótonn: 3588 t
   
Lengd: 80,3 m
Breidd: 17 m
   
Vél: MAK – 4320 KW
Sími: 853 2512
Tölvupóstur:
Skipstjórar:

Hjörvar Hjálmarsson

Hálfdán Hálfdánarson

 

Börkur NK var smíðaður í Tyrklandi árið 2012. Skipið er 3588 tonn að stærð, 80,30 metr­ar að lengd og 17 m á breidd. Aðal­vél þess er 4320 KW af gerðinni MAK, auk þess er skipið búið tveim­ur ljósa­vél­um 1760 KW og 515 KW. Skipið er búið svo­kölluðum „Diesel Electric“-búnaði sem þýðir að hægt er að keyra það ein­göngu með ljósa­vél og kúpla út aðal­vél­inni.

Skipið er búið öfl­ug­um hliðar­skrúf­um 960 KW og er vel búið til tog-  og nóta­veiða.  Burðargeta skips­ins er 2500 tonn, skipið er búið öfl­ug­um RSW kæli­búnaði eða 2 millj­ón Kcal með ammoní­ak-kælimiðli.