|
Börkur NK var smíðaður í Tyrklandi árið 2012. Skipið er 3588 tonn að stærð, 80,30 metrar að lengd og 17 m á breidd. Aðalvél þess er 4320 KW af gerðinni MAK, auk þess er skipið búið tveimur ljósavélum 1760 KW og 515 KW. Skipið er búið svokölluðum „Diesel Electric“-búnaði sem þýðir að hægt er að keyra það eingöngu með ljósavél og kúpla út aðalvélinni.
Skipið er búið öflugum hliðarskrúfum 960 KW og er vel búið til tog- og nótaveiða. Burðargeta skipsins er 2500 tonn, skipið er búið öflugum RSW kælibúnaði eða 2 milljón Kcal með ammoníak-kælimiðli.