Börkur NK að veiðum á kolmunnamiðunum. Ljósm. Helgi Freyr ÓlasonBörkur NK að veiðum á kolmunnamiðunum.
Ljósm. Helgi Freyr Ólason
Nú er bræla á kolmunnamiðunum í færeysku lögsögunni og veður hefur reyndar verið óhagstætt til veiða síðustu dagana. Veiðin var mjög góð um mánaðamótin en úr henni hefur dregið að undanförnu. Í þessari viku hafa kolmunnaskip landað góðum afla bæði á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Vilhelm Þorsteinsson EA landaði á Seyðisfirði á mánudag 2.100 tonnum, Beitir NK landaði þar á miðvikudag 3.000 tonnum og Margrét EA var að ljúka löndun á 1.700 tonnum í morgun. Í Neskaupstað landaði Börkur NK 2.200 tonnum á mánudag, Hákon EA landaði tæplega 1.600 tonnum á miðvikudag og Bjarni Ólafsson EA lauk löndun á tæplega 1.600 tonnum í gærkvöldi.
 
Að sögn Hafþórs Eiríkssonar verksmiðjustjóra í Neskaupstað gengur mjög vel að vinna kolmunnann. Hann segir að yfirleitt sé hráefnið gott enda reyni skipin að kæla aflann eins og mögulegt er.