Bræla er á kolmunnamiðunum suður af Færeyjum og þar hefur veiðin verið treg síðustu daga.
Börkur NK landaði í Færeyjum um 200 tonnum af kolmunna er skipið leitaði þar vars vegna veðurs um síðustu helgi.
Birtingur NK er við tilraunaveiðar á gulldeplu og landaði skipið um 370 tonnum í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn.

Barði NK er að veiðum og er skipið væntanlegt til löndunar fimmtudaginn 29. janúar.
Bjartur NK landar í dag í Neskaupstað um 70 tonnum og er uppistaða aflans þorskur.