Bræla er nú á loðnumiðunum og bíða skipin átekta og reikna með að geta hafið veiðar síðar í dag.
Börkur NK landaði á mánudaginn um 1.600 tonnum af loðnu og var hluta aflans frystur.
Beitir NK landaði einnig á mánudaginn um 1.700 tonnum og var líka fryst úr honum hluta aflans.
Erica landaði á Seyðisfirði í gær um 900 tonnum sem fóru til bræðslu.
Bjarni Ólafsson AK landaði á Norðfirði í dag um 800 tonnum sem fóru til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf.
Beitir NK, Börkur NK og Erica eru nú á loðnumiðunum vestan við Ingólfshöfða.
Bjartur NK er að landa um 70 tonnum og er uppistaða aflans þorskur og ufsi. Bjartur NK heldur aftur til veiða um hádegi á morgun.
Barði NK er að veiðum.