Beitir NK á Ísafirði í gær.  Ljósm. Ágúst ÓlafssonLítill gangur hefur verið í loðnuveiðum undanfarna daga en leiðindaveður hefur verið á miðunum djúpt úti af Vestfjörðum.  Áhafnir Beitis NK og Barkar NK eru nú á Ísafirði en þeir lögðust þar að bryggju í gær og bíða eftir að veðrið lagist.  Þó veiðarnar hafi gengið illa hefur talsvert sést af loðnu og til dæmis varð áhöfnin á Árna Friðrikssyni var við álitlegar göngur norður af Hala í byrjun vikunnar.