Skammvinna brælu gerði á síldarmiðunum austur af landinu á mánudagskvöld og nýttu skipin bræluna til þess að landa afla sínum.
Á Seyðisfirði lönduðu í gær, Börkur NK um 1.600 tonnum, Birtingur NK um 800 tonnum og Bjarni Ólafsson AK um 1.100 tonnum.
Á Norðfirði lönduðu, Vilhelm Þorsteinsson EA um 750 tonnum, Margrét EA um 1.900 tonnum og Hákon EA um 900 tonnum. Allur aflinn fer til bræðslu. Skipin héldu öll aftur til veiða í gær þar sem veður er gengið niður.Barði NK er að veiðum og er væntanlegur til löndunar þann 31. júlí n.k.
Bjartur NK er á Norðfirði.