Beitir NK landaði í gær um 1.600 tonnum og þar af fóru um 1.200 tonn í frystingu, þeir héldu aftur til veiða í nótt.
Börkur NK landaði 600 tonn í bræðsluna á Seyðisfirði í gær og eru núna að landa um 700 tonnum í frystingu.
Erika landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær og eru komnir aftur á miðin.
Bjartur NK heldur til veiða í dag og Barði NK er að veiðum.