Bygging pökkunarstöðvarinnar gengur vel.  Ljósm. Hákon ViðarssonByggingaframkvæmdir við nýja pökkunarstöð fiskiðjuversins ganga vel.  Lokið er við að steypa grunn hússins og er verið að setja upp mót til að steypa veggi. Jafnframt er unnið við lagnir og að ganga frá jarðvegi undir plötu. Áætlað er að byggingin verði tilbúin til notkunar um eða uppúr mánaðamótunum júní – júlí eða áður en makríl- og síldarvertíð hefst.

Hin nýja bygging er 1000 fermetrar að stærð og áföst fiskiðjuverinu. Afurðum fiskiðjuversins verður pakkað í henni og þar verður komið fyrir kassavélum og brettavafningsvélum. Pökkunarstöðin er mikilvægur liður í því að auka afköst fiskiðjuversins sem stefnt er að í framtíðinni.

Það er Nestak hf. sem er aðalverktaki við byggingarframkvæmdirnar en Haki ehf. sér um jarðvegsframkvæmdir. Verkfræðstofan Mannvit annast hönnun byggingarinnar og eftirlit með framkvæmdunum.