Covid-19 heimsfaraldurinn hefur víða áhrif og þar á meðal á sjómannadagshátíðarhöld á Íslandi, en sjómannadagurinn er 7. júní nk. Þegar hefur sjómannadagshátíðarhöldum á ýmsum stöðum verið aflýst en annars staðar verður reynt að hafa takmörkuð hátíðarhöld. Fyrir liggur að í Neskaupstað verður ekki efnt til hefðbundinna hátíðarhalda. Engin hópsigling verður og ekki heldur hátíðarsamkoma. Hins vegar verður boðið upp á hefðbundna sjómannamessu og er þar gert ráð fyrir að aldraðir sjómenn verði heiðraðir.