Bjarni Ólafson AK, Börkur NK og Margrét EA hafa öll landað síld í vikunni. Aflinn, sem telur um 2.800 tonn veiddist í Grundarfirði og fer til manneldisvinnslu hjá fiskiðjuveri SVN. Þá kom Súlan EA með fullfermi í gærkvöldi og fer sá afli til bræðslu.
Bjartur NK kom til Norðfjarðar í morgun með um 80 tonn af blönduðum afla, mest af ýsu, hann heldur aftur til veiða í kvöld kl 20:00.
Barði NK er að veiðum