Birtingur NK landar í dag um 900 tonnum af gulldeplu í Vestmannaeyjum en skipið fékk aflann á miðunum suður af Reykjanesi. Góð veiði hefur verið þar síðustu daga.
Börkur NK er að gulldepluveiðum og landar væntanlega í lok vikunnar.
Margrét EA landar í dag um 1.400 tonnum af síld í Neskaupstað, síldin verður unnin til manneldis í fiskiðjuverið Síldarvinnslunnar. Síldina fékk skipið á síldarmiðunum í Breiðafirði.
Bjartur NK landaði í Neskaupstað í gær um 55 tonnum og var uppistaða aflans ýsa. Bjartur NK heldur aftur til veiða í kvöld.
Barði NK er að veiðum.