Börkur NK. Ljósm: Hákon ErnusonBörkur NK. Ljósm: Hákon ErnusonBörkur NK hélt vestur fyrir land á laugardagskvöld til veiða á íslenskri sumargotssíld. Heimasíðan sló á þráðinn í morgun og ræddi við Hálfdan Hálfdanarson skipstjóra. „Það er heldur lítið að frétta af okkur og hér er lítið að sjá,“ sagði Hálfdan. Við höfum verið djúpt út af Faxaflóa, um 100 mílur vestur af Garðskaga, og erum komnir með 200 tonn í þremur holum. Hér hafa skip verið að fá upp í 170 tonn í holi og það er það allra mesta. Hér er heldur dauft hljóð í mönnum sem stendur, það er enginn kraftur í þessu. Núna er hálfgerð bræla, en það ætti að verða í lagi með veðrið þegar líður á daginn,“ sagði Hálfdan að lokum.