Vestmannaey ljósm. Guðmundur Alfreðsson

Í vikunni kom upp grunur um COVID smit um borð í togaranum Vestmannaey. Vestmannaey landaði í Neskaupstað síðastliðinn þriðjudag. Eftir að skipið hélt til sjós kom upp grunur um COVID smit þegar einn í áhöfninni veiktist og sýndi einkenni sem svipa til COVID. Skipinu var tafarlaust siglt til lands og áhöfnin sett í sóttkví og sýni tekin. 

 Í kvöld fékkst niðurstaða sýnatökunnar og enginn í áhöfninni er smitaður af COVID og mun skipið halda aftur til veiða á morgun.