
Og enn er metið slegið. Þegar landað var úr Berki NK sl. föstudag kom á land makríll sem var hvorki meira né minna en 1370 gr. að þyngd og stærri og pattarlegri en fyrri metfiskar. Eyðun Simonsen verkstjóri í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar sagði að allir þessir fiskar þættu vera gríðarstórir af þessari tegund og hann hefði ekki heyrt um stærri fiska sem veiðst hefðu hér við land. „Þessi er sá stærsti sem ég hef séð en kannski eiga fleiri enn stærri eftir að koma í ljós síðar, hver veit ?,“ sagði Eyðun.