Makríl- og síldarvertíðinni er ekki lokið í Neskaupstað. Þrjú skip hafa veitt til löndunar í fiskiðjuver Síldarvinnslunnar og hafa tvö þeirra, Bjarni Ólafsson AK og Beitir NK lokið veiðum, en Börkur NK er í sinni síðustu veiðiferð. Vinnsluskipin Hákon EA og Vilhelm Þorsteinsson EA hafa ekki lokið veiðum en þau landa frystum aflanum í frystigeymslur Síldarvinnslunnar. Bæði Hákon og Vilhelm Þorsteinsson eru að landa í dag, Hákon um 750 tonnum og Vilhelm um 600 tonnum.
Nú er farið að hyggja að veiðum á íslenskri sumargotssíld og leitar hugurinn þá í ríkum mæli vestur í Breiðafjörð.