Börkur NK farinn til kolmunnaveiða. Ljósm. Hákon ErnusonBörkur NK farinn til kolmunnaveiða. Ljósm. Hákon ErnusonEnnþá eru skip á loðnumiðunum fyrir vestan land en síðast þegar fréttist var lítið um að vera hjá þeim. Sumir halda í vonina um að einhver veiðanleg loðna sé enn á ferðinni og því leita skipin um þessar mundir.
 
Börkur NK lauk löndun sl. föstudag og voru unnin hrogn úr aflanum. Þetta var síðasti loðnutúr hans á vertíðinni. Þegar að löndun lokinni var hafist handa við að útbúa skipið á kolmunnaveiðar og hélt það til veiða í gærkvöldi.
 
Norska kolmunnaskipið Hardhaus kom til Neskaupstaðar í gær og landaði 1850 tonnum af kolmunna.