
Börkur NK lauk löndun sl. föstudag og voru unnin hrogn úr aflanum. Þetta var síðasti loðnutúr hans á vertíðinni. Þegar að löndun lokinni var hafist handa við að útbúa skipið á kolmunnaveiðar og hélt það til veiða í gærkvöldi.
Norska kolmunnaskipið Hardhaus kom til Neskaupstaðar í gær og landaði 1850 tonnum af kolmunna.