![](https://svn.is/wp-content/uploads/2021/03/Vestmannaey_Nesk_des_2020_SG.jpg)
Skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum hafa verið að veiða fyrir austan land að undanförnu og landað í Neskaupstað og á Eskifirði. Bergey VE landaði á þriðjudag í Neskaupstað og Vestmannaey VE á miðvikudag. Síðan landaði Bergey á ný á Eskifirði í gærmorgun. Nú liggja bæði skipin í höfn og bíða þess að óveðrið gangi yfir. Heimasíðan ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey og spurði út í tíðarfarið. „Það eru búnar að vera helvítis brælur að undanförnu og erfitt tíðarfar, en það koma hlé inn á milli. Ég geri ráð fyrir að við förum út í nótt og það spáir vel næstu daga,“ segir Birgir Þór.