Vestmannaey VE og Bergey VE eru að landa fullfermi í Vestmanneyjum. Ljósm. Birgir Þór SverrissonVestmannaey VE og Bergey VE eru að landa fullfermi í Vestmanneyjum. Ljósm. Birgir Þór SverrissonSkip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, komu bæði til hafnar aðfaranótt sunnudags með fullfermi eftir stutta veiðiferð. Skipin létu úr höfn á föstudag og komu til hafnar um 34 tímum síðar. Heimasíðan heyrði í Birgi Þór Sverrissyni skipstjóra á Vestmannaey og spurði hvort þetta væri ekki óvenju góður afli. „Þetta er mjög góður afli og það gekk allt vel í veiðiferðinni. Bæði skipin voru að veiðum á Selvogsbankanum og aflinn var mestmegnis þorskur, gullfallegur vertíðarfiskur. Nú er verið að landa úr skipunum og það er komin skítabræla þannig að við förum ekki út fyrr en seint í kvöld eða á morgun,“ segir Birgir Þór.