Vestmannaey VE og Bergey VE að landa sl. laugardagsmorgun. Ljósm. Guðmundur AlfreðssonVestmannaey VE og Bergey VE að landa sl. laugardagsmorgun. Ljósm. Guðmundur AlfreðssonÍsfisktogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Vestmannaeyjum á laugardagsmorgun að aflokinni stuttri veiðiferð. Aflinn var mestmegnis ýsa sem fékkst á Síðugrunni og Öræfagrunni. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, segir að aflinn hafi farið til vinnslu í Vestmannaeyjum, á Dalvík og á Seyðisfirði. „Við förum út í fyrramálið en þá verður opnað vestan við Port eftir hrygningarlokun en aftur á móti lokað austurfrá. Við förum út í fyrramálið og þá verður líklega byrjað í Háfadýpinu og á Landsuðurhrauni. Þessum svæðum var lokað 12. apríl en opna í fyrramálið klukkan 10. Vertíðin hefur bara verið góð til þessa, en veiran hefur hægt á öllu og yfirleitt bara farnir tveir túrar í viku,“ segir Jón.