Vestmannaey agust 2018 GA

Vestmannaey VE siglir inn til Vestmannaeyja. Ljósm: Guðmundur Alfreðsson

                Bæði Vestmannaey VE og Bergey VE komu til heimahafnar í Vestmannaeyjum með fullfermi í gær þannig að segja verður að fyrsta veiðiferð nýs árs hafi gengið vel hjá þeim. Eyjarnar héldu til veiða að kvöldi 4. janúar að loknu þriggja vikna jóla- og áramótafríi. Það tók því skipin fjóra sólarhringa að fylla. Byrjað var að veiða á heimamiðum við Eyjar en síðan haldið á Breiðamerkurdýpi og í Sláturhúsið. Aflinn var mjög blandaður, þorskur, ufsi, ýsa, karfi og koli. Að sögn Birgis Þórs Sverrissonar, skipastjóra á Vestmannaey, var hálfgert sumarveður allan túrinn og fínasta kropp.

                Bergey VE fór út aftur í nótt en gert er ráð fyrir að Vestmannaey VE haldi til veiða á ný síðdegis í dag.