S.l. föstudag, 1. mars, var haldinn fagnaður um borð í Bjarti NK í tilefni af því að 40 ár voru liðin frá því að hann kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Neskaupstað. Til fagnaðarins komu núverandi og fyrrverandi skipverjar ásamt öðrum gestum og gæddu sér á dýrindis hátíðartertu.