Fagraberg FD-1210 landar síld.

Norsk-íslensk síld er nú unnin á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. það var færeyska skipið Fagraberg FD-1210 sem kom með ca. 1.400 tonn til vinnslu.  Vinnsla hófst síðustu nótt og stendur fram á laugardag.  Það má segja með sanni að starfsmenn fiskiðjuversins taka þessari sendingu frá vinum okkar fegins hendi meðan beðið er eftir að loðnuvertíð fari í gang.

Innmötun í pökkun.     Norsk-Íslensk síld.