Úr fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. Ljósm. Hákon ViðarssonÚr fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. Ljósm. Hákon ViðarssonUm þessar mundir er verið að fara yfir umsóknir um sumarstörf hjá Síldarvinnslunni og mega umsækjendur vænta svara í næstu viku. Svo virðist vera að galli í tölvukerfi hafi gert það að verkum að einhverjar umsóknir skiluðu sér ekki og því eru allir umsækjendur beðnir um að ítreka umsóknir sínar.
 
Gert er ráð fyrir að hluti umsækjenda verði ráðinn til starfa í sumarbyrjun og mun sá hópur sinna umhverfisverkefnum þar til vaktir í fiskiðjuveri hefjast í júlímánuði. Aðrir umsækjendur, sem ráðnir verða, munu hefja störf þegar vaktavinnan í fiskiðjuverinu hefst.