928 2

Beitir NK á sjómannadaginn í Neskaupstað. Ljósm: Hákon Ernuson

Kolmunnaveiðar hófust aftur eftir sjómannadag þegar Beitir og Börkur NK hófu leit að kolmunna úti við Austfirði á þriðjudeginum 9. júní. Hálfdan Hálfdanarson skipstjóri á Beiti NK sagði í samtali við heimasíðuna: „Við leituðum fyrstu dagana í Þórsbankanum og í Rósagarðinum en þar var ekkert magn til að hefja veiðar“. Því var ákveðið að halda á svipaðar veiðislóðir og skipin voru á fyrir sjómannadag eða við suður Færeyjar.

Þegar heimasíðan heyrði í þeim á Beiti NK í morgun voru þeir á heimleið með 1.500 tonn af kældum kolmunna sem fékkst í 6 holum. „Það er dregið lengi núna, allt að 20 tíma, en það er fínasta blíða á miðunum og vorum við að fá allt að 430 tonn í holi“ sagði Hálfdan. Að sögn Hálfdans voru 7-8 önnur íslensk skip á miðunum. Þá var Börkur NK kominn með 1.380 tonn í morgun og er enn við veiðar. Líklegt þykir að sjá má fyrir endan á kolmunnavertíðinni að þessu sinni.

Þegar löndun lýkur munu Síldarvinnsluskipin og Bjarni Ólafsson AK hafa veitt yfir 50.000 tonn á vertíðinni en landaður afli skiptist þannig:

Beitir NK: 16.905t

Börkur NK: 16.404t

Birtingur NK: 8.208t

Bjarni Ólafsson AK (nýi): 6.590t