Bjarni Ólafsson AK. Ljósm. Smári GeirssonBjarni Ólafsson AK. Ljósm. Smári GeirssonBjarni Ólafsson AK hélt til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni í fyrradag. Heimasíðan hafði samband við Gísla Runólfsson skipstjóra til að forvitnast um hvernig veiðin gengi. „Hér er fínasta veiði. Við hífðum tæp 1000 tonn í gær. Fengum 600 tonn í fyrra holinu og um 380 í því síðara. Síðan erum við að fara að hífa núna eftir hádegið. Við erum norðaustur af eyjunum og það er um sólarhrings sigling til Neskaupstaðar. Hér um borð eru menn býsna kátir og það er miklu bjartara yfir þessu en við reiknuðum með,“ sagði Gísli. 
 
Að sögn Gísla var heldur leiðinlegt veður á miðunum en þar voru fjögur skip að veiðum auk Bjarna Ólafssonar; þrír Færeyingar og Jón Kjartansson SU. „Það virðast allir vera að fá góðan afla hérna um þessar mundir,“ sagði Gísli að lokum.