Nú standa yfir breytingar í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. Verið er að setja upp sjálfvirkan pökkunarbúnað fyrir uppsjávarfisk þ.e. loðnu og síld. Þetta eru talsverðar breytingar á salnum frá því sem var, en í þessum sal fór áður fram söltunar- og pökkunarhluti saltsíldarframleiðslunnar eftir flutninginn úr gamla frystihúsinu í fiskiðjuverið. Framkvæmdirnar ganga vel og eru á áætlun en reiknað er með að nýju pokavélarnar verði klárar til keyrslu og prófunar í desember.