Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Ljósm. Hákon ErnusonFiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Ljósm. Hákon ErnusonÁrið 2015 var hagstætt fyrir fiskimjölsiðnaðinn og tóku fiskimjölsverksmiðjurnar þrjár sem Síldarvinnslan á og rekur á móti rúmlega 263 þúsund tonnum af hráefni. Á árinu 2014 var móttekið hráefni þeirra tæplega 162 þúsund tonn. Helsta ástæða aukningarinnar er sú að loðnuveiðin var mun meiri árið 2015 en 2014. Hér verða birtar upplýsingar um móttekið hráefni hverrar verksmiðju á árinu 2015 og einnig upplýsingar um framleiðslu þeirra á mjöli og lýsi: 

  Móttekið magn hráefnis Framleitt mjöl  Framleitt lýsi 
Neskaupstaður  145.911  28.674  8.821 
Seyðisfjörður  73.928  15.216  2.400 
Helguvík  43.656 

8.414 

3.398 
Samtals 263.495

52.294

14.619
 
Til samanburðar má geta þess að á árinu 2014 tók verksmiðjan í Neskaupstað á móti 110.215 tonnum af hráefni, verksmiðjan á Seyðisfirði 24.283 tonnum og verksmiðjan í Helguvík 27.273 tonnum.