Fiskvinnslustöðin á Seyðisfirði í Síldarvinnslulitunum. Gullver NS liggur við bryggju. Ljósm. Ómar BogasonFiskvinnslustöðin á Seyðisfirði í Síldarvinnslulitunum. Gullver NS liggur við bryggju.
Ljósm. Ómar Bogason
Fiskvinnslustöðin á Seyðisfirði er að stórum hluta komin í Síldarvinnslulitina. Húsið var rautt að lit og farið að láta á sjá en nú er langt komið með að endurnýja klæðningu þess og þak auk þess sem unnið hefur verið að öðrum umbótum. Stöðin er að taka miklum stakkaskiptum, verður hin glæsilegasta og bæjarprýði. Framkvæmdir við húsið hófust síðastliðið sumar og eru nú langt komnar. Adolf Guðmundsson, rekstrarstjóri á Seyðisfirði, segir að það sé afar ánægjulegt að fiskvinnslustöðin sé að fá nýtt og betra útlit. Hún sé áberandi hús í bænum og útlit þess skipti miklu máli.
 
Myndina sem fylgir tók Ómar Bogason og sést blá fiskvinnslustöðin en framan við hana liggur togarinn Gullver sem hefur haldið sínum rauða lit.