Fjöldi fólks kom til að skoða Börk og Beiti og hlýða á Pollapönk. Ljósm. Hákon ViðarssonSjómannadagshelgin í Neskaupstað var vel heppnuð og hátíðarhöldin sem stóðu yfir í fjóra daga voru fjölsótt. Síðdegis á föstudag voru nýjustu skip Síldarvinnslunnar, Börkur og Beitir, almenningi til sýnis og um leið var efnt til tónleika með Pollapönk á hafnarbakkanum. Mikill fjöldi fólks kom að skoða skipin og hlýða á Pollapönk og virtist fólk njóta stundarinnar til hins ítrasta í veðurblíðunni, ekki síst yngsta kynslóðin. Boðið var upp á grillaðar pylsur með tilheyrandi drykkjum á hafnarbakkanum á meðan skipin voru til sýnis og samkvæmt upplýsingum þeirra sem stóðu við grillið runnu hvorki fleiri né færri en 900 pylsur niður í svanga maga þetta ljúfa og skemmtilega síðdegi.