Sturla Þórðarson, skipstjóri á Berki, og Haraldur Bjarnason, fréttamaður RÚV, gefa skarfinum loðnuSjónvarpsáhorfendur hafa eflaust séð frétt í gærkvöldi um dílaskarf sem var að spóka sig á götum Egilsstaða og endaði heimsóknina með versluarferð í Samkaup.

Starfsmenn Ríkisútvarpsins tóku skarfinn í fóstur og hýstu hann í nótt, en óku með hann til Neskaupstaðar í dag þar sem honum var sleppt.
Áður var honum samt gefið að éta og sporðrenndi hann, með bestu lyst, nokkrum loðnum sem verið var að landa úr Berki NK. Hefur greinilega verið farinn að sakna fæðunnar úr sjónum.

Nú er spurning hvaða ferðalag þessi flökkuskarfur heldur í næst, en líklega heldur hann sig þó við sjávarsíðuna eins og honum er eðlislægt.