Í tilefni af komu nýs Beitis NK til Neskaupstaðar verður bæjarbúum og nærsveitungum boðið að koma og skoða skipið og þiggja léttar veitingar. Móttökudagskrá hefst kl. 13:00, skipið verður opið til skoðunar til 15:00.
Sláum upp karnivalstemningu á bæjarbryggjunni á laugardaginn. Fögnum nýju skipi, fylgjumst með Sjónesbátum koma að landi, skoðum það sem Kaj hefur upp á að bjóða. Mætum með börnin í dorgveiðina og pylsuveisluna. Skoðum nýjan bát björgunarsveitarinnar, börnin fá prufusiglingu.
Dagskrá á laugardag:
kl. 11.00 Dorgveiðikeppni 12 ára og yngri – skráning í fjöru við Áhaldahús
Allir þátttakendur skulu vera í björgunarvestum og mæta vel fyrir tímann.
kl. 12.00 Grillveisla að hætti Jóns Gunnars í boði Nesbakka, Vífilfells, Fella-bakarís og Kjarnafæðis.
kl. 12:30 Nýr björgunarbátur björgunarsveitarinnar vígður við björgunarstöðina. Báturinn verður til sýnis eftir vígslu.
kl. 13.00-15:00 Nýr Beitir NK vígður og til sýnis á Bæjarbryggjunni ásamt léttum veitingum.
kl. 12.30-14:00 Kajak klúbburinn Kaj: Kajak róður, kynning og kajakleiga neðan við kirkju, sjá nánar á http://www.123.is/kaj
kl 13:00 Ljósmyndasýning í Nesbæ kaffihúsi
kl. 13:30 Sjónesbátar koma að landi. Lifandi stemning á svæðinu
kl.13:00 -17:00 Jósafatsafnið opið.
kl. 14.00-15.00 Björgunarsveitin Gerpir sýnir Nýjan björgunar bát og siglir með krakkana.
kl. 15:00 Kappróður færist til 16:00 – skráning hjá Pétri Kjartans. 825-7073.
Norðfirðingar, austfirðingar komum samanog njótum dagsins.
Sjómannadagsráð Norðfjarðar