Hákon Ernuson starfsmannastjóri afhendir Vilborgu Diljá Jónsdóttur formanni foreldrafélagsins endurskinsvestinHákon Ernuson starfsmannastjóri afhendir Vilborgu Diljá Jónsdóttur formanni foreldrafélagsins endurskinsvestinÍ gær heimsótti Hákon Ernuson starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar Seyðisfjarðarskóla og færði Foreldrafélagi skólans gul öryggisvesti að gjöf frá Síldarvinnslunni en vestin eru ætluð nemendum í 1.- 3. bekk. Það er síðan Foreldrafélagið sem mun afhenda börnunum vestin. Vestin eru með endurskini og þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að gera börnin sýnilegri þegar þau eru á ferð í vetrarskammdeginu og auka þannig öryggi þeirra. Það er ekki síst mikilvægt að börnin sjáist vel á leið í og úr skóla. Vilborg Diljá Jónsdóttir, formaður Foreldrafélagsins, veitti vestunum móttöku að börnunum viðstöddum.